Spurt og svarað
Hér finnur þú svör við algengustu spurningunum um Nágranna.
Að komast af stað
Hvernig byrja ég?
Það er sáraeinfalt: 1) Smelltu á 'Stofna aðgang' og skráðu þig inn með Google. 2) Sláðu inn heimilisfang og fjölda íbúða. 3) Búðu til boðshlekk og sendu í Facebook hópinn eða tölvupóst listann. Þetta tekur innan við 2 mínútur.
Þarf ég að bjóða öllum strax?
Nei, alls ekki. Þú getur byrjað ein(n), sett upp verkefnin og skoðað kerfið. Þegar allt er klárt sendir þú boðshlekkinn. Stjórnin samþykkir svo nýja íbúa, þannig að þið hafið fulla stjórn á aðgangi.
Verð og áskrift
Hvað kostar þjónustan?
Verðið er 490 kr. á íbúð á mánuði. Fyrir minni húsfélög (færri en 7 íbúðir) er lágmarksgjald 2.990 kr. á mánuði fyrir allt húsið. Ef greitt er fyrir allt árið fyrirfram, færðu 2 mánuði fría (borgar fyrir 10).
Er einhver binditími?
Enginn binditími. Þið getið sagt upp áskriftinni hvenær sem er.
Hvernig virka greiðslur?
Húsfélagið fær sendan reikning (kröfu í heimabanka) mánaðarlega. Einfalt og þægilegt fyrir gjaldkera.
Má prófa áður en greitt er?
Já, að sjálfsögðu. Þú getur stofnað aðgang og sett upp allt húsið án kostnaðar. Greiðslur hefjast ekki fyrr en þú ákveður að virkja kerfið formlega.
Öryggi og persónuvernd
Uppfyllir kerfið lög og reglur?
Já. Lögum um fjöleignarhús var breytt 2021 til að heimila rafræna húsfundi og samskipti. Nágrannar.is uppfyllir kröfur um örugga auðkenningu og rekjanleika.
Hver sér gögnin okkar?
Eingöngu skráðir íbúar í ykkar húsfélagi. Enginn annar. Við fylgjum ströngustu öryggiskröfum til að vernda upplýsingarnar ykkar.
Hvað með leigjendur?
Leigjendur eru velkomnir! Eigandi getur veitt leigjanda aðgang til að sjá tilkynningar og þrifaplan. Leigjendur hafa þó ekki atkvæðisrétt um kostnað, nema með umboði frá eiganda.
Virkar þetta í öllum tækjum?
Já. Nágrannar.is er veflausn (PWA) sem virkar í öllum símum, spjaldtölvum og tölvum. Það þarf ekki að sækja sérstakt app í App Store.
Stjórnun og Hlutverk
Hvernig skipti ég um formann?
Núverandi formaður fer í Stillingar > Íbúar & Stjórn, finnur nýja formanninn og velur 'Gera að formanni'. Viðkomandi fær þá beiðni sem þarf að samþykkja.
Hvernig skipa ég gjaldkera?
Stjórnarmenn geta farið í 'Íbúar & Stjórn' og breytt hlutverki stjórnarmanna í 'Gjaldkeri' í gegnum valmyndina.
Hvað gerist þegar ég sel íbúðina?
Nýr eigandi stofnar aðgang og biður um inngöngu. Stjórnin samþykkir hann í rétta íbúð. Sögu íbúðarinnar er haldið eftir.
Aðstoð
Hvað ef sumir nota ekki snjallsíma?
Kerfið er hannað fyrir alla. Ef einhver notar ekki tölvur getur stjórnarmaður auðveldlega prentað út tilkynningar eða merkt við verkefni fyrir hönd viðkomandi.
Eigum við gögnin ef við hættum?
Já. Þið getið hvenær sem er sótt öll skjöl og fundargerðir á PDF formi. Gögnin eru ykkar eign.
Fannstu ekki svarið?
Sendu okkur póst